← Til baka í uppskriftir

Lummur

Hráefni

300 g Grjónagrautur eða hafragrautur
150 g Hveiti
2 stk Egg
2 msk Sykur
1 tsk Lyftiduft
1 – 2 tsk Vanilludropar
12 – 1 tsk Kardamommudropar
1 tsk Salt

Aðferð

Gott er að setja rúsínur út í grautinn á meðan er verið að elda hann til að hafa rúsínur í lummunum.

  1. Blandið þurrefnum saman í skál.
  2. Bætið við eggjum og hrærið létt.
  3. Bætið við mjólk þangað til soppan er nógu þunn til að renna sjálf í skálinni, en ekki svo þunn að hún tolli ekki saman þegar hún er sett á pönnuna.
  4. Bætið við vanilludropum eftir smekk.
  5. (Má sleppa) Bætið við kardamommudropum eftir smekk.
  6. Hitið pönnu og setjið 50:50 blöndu af feiti og smöri. Feiti má vera djúpsteikingarfeiti, tólg, eða t.d. kókosfeiti.
  7. Takið til disk og stráið þunnu lagi af sykri á diskinn.
  8. Setjið soppu á pönnu og steikið eftir smekk.
  9. Færið lummuna á pönnuna og stráið sykri yfir á meðan hún er ennþá heit.
Upprunaleg uppskrift frá ömmu Huldu