← Til baka í uppskriftir

Lakkrístoppar

Hráefni

3 stk Eggjahvítur
200 g Púðursykur
150 g Síríus Rjómasúkkulaði
150 g Nóa lakkrískurl

Aðferð

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaðið smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.

Bakið í miðjum ofni við 150 °C í 15-20 mínútur. Ath! Hiti og tími getur verið breytilegur eftir ofnum.