← Til baka í uppskriftir

Kleinur

Hráefni

1 kg Hveiti
200 g Smjörlíki
225 g Sykur
2 stk Egg
3 tsk Lyftiduft
12 tsk Hjartarsalt
3 tsk Kardamommudropar
Tæpl. 12 l Súrmjólk
Ca. 14 bolli Mjólk
12 msk Skyr

Aðferð

Aðferð afrituð frá Paz.is [archive].

  1. Ef þið kunnið ekki að skera út kleinur þá er ég með highlight í story á instagram hvernig á að skera þær undir kleinubakstur. Getið farið inn hér.
  2. Byrjið á að setja öll þurrefnin saman í hrærivélarskál og hrærið þeim létt saman
  3. Setjið svo egg, mjólk, súrmjólk, mjúkt smjörlíkið og vanilludropa út í. Ef þið hafið ekki verið búin að mýkja smjörið er í lagi að setja það eins og í 20 sek í örbylgju. Ekki bræða það, bara mýkja
  4. Hnoðið allt vel saman og setjið svo hveiti á borð og hnoðið áfram þar til hættir að klístrast. Bætið við hveiti eftir þörf og skerið svo út í kleinur 
  5. Bræðið einn kubb til að byrja með af palmínfeiti, getið svo sett hinn út í þegar farið er að minnka í pottinum
  6. Gott er að prófa hvort feitin er orðin heit með því að setja smá deig útí. Ef það fellur á botninn og liggur þar er hún ekki nógu heit en ef það flýtur upp hratt með fullt af loftbólum í kring þá er hún tilbúin
  7. Steikjið eins og 4 kleinur í einu og passið að þær verði ekki of brúnar, myndi taka þær úr feitinni þegar þær eru aðeins ljósari en hefðbundinn kleinulitur því þær halda áfram að dekkjast eftir að þær eru komnar upp úr olíunni
  8. Leggjið þær á bökunarplötu sem er þakin í eldhúspappa svo umframfitan leki í pappann